Forsíða

Markhópur framhaldsfræðslunnar eru einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu.

Námsleiðir

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og fræðsluaðilar hanna námsleiðir sem ætlað er að mæta bæði þörfum fullorðinna með stutta skólagöngu að baki og þörfum atvinnulífsins. Námsleiðirnar eru annars vegar starfstengdar og hinsvegar almennar bóklegar greinar til undirbúnings frekara námi.

Raunfærnimat

Þeir sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki eða hafa ekki lokið námi á framhaldsskóla- stigi eiga þess kost að fá metna alhliða reynslu sem aflað hefur verið með ýmsum hætti líkt og starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

 

Náms og Starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að koma auga á þá möguleika sem þeir hafa á námi, starfsþróun eða annarri færnieflingu. Þeir aðstoða við að finna leiðir, gera áætlanir og að greiða úr hindrunum sem geta verið í vegi.